James Blunt með tónleika 12. júní

James Blunt mun skemmta íslendingum 12. júní nk.
James Blunt mun skemmta íslendingum 12. júní nk. Reuters

Tónlistarmaðurinn James Blunt mun halda tónleika í Laugardalshöll fimmtudaginn 12. júní nk., samkvæmt tilkynningu frá Concert.

Blunt kom með látum fram á sjónarsviðið með plötunni Back to Bedlam árið 2005 og seldust rúm 11 milljón eintök af henni. Platan fór í 1. sætið í 18 löndum og á topp 10 í 35 löndum til viðbótar. Blunt fékk fimm Grammy tilnefningar, tvenn MTV verðlaun og tvenn Brit verðlaun fyrir plötuna. Hér á Íslandi seldust um 6.000 eintök af henni.  Nýjasta plata Blunts, All the Lost Souls, kom út í september á síðasta ári og náði gullsölu á innan við viku.

Fyrir þá sem ekki vissu er vert að geta þess að áður en Blunt hóf tónlistarferil sinn starfaði hann í breska hernum. Fjölskylda hans á sér langa sögu í hernum og um leið og hann útskrifaðist úr Royal Military Academy Sandhurst  skráði hann sig til herstarfa. Hann tók m.a. þátt í friðargæslustörfum í NATO í Kosovo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan