Vændiskonan missti af milljón dollurum

Ashley Alexandra Dupre.
Ashley Alexandra Dupre. AP

Ashley Alexandra Dupre, vændiskonan sem fyrrverandi ríkisstjórinn í New York Eliot Spitzer var í nánum kynnum við, hefur misst af milljón dollurum í aukatekjur eftir að nektarmyndbönd af henni komu í leitirnar, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

Dreifingarfyrirtæki mynddiskaseríanna „Girls Gone Wild“ fann óvænt myndbandsupptökur af stúlkunni í skjalasafni sínu og áformar það að selja þær á netinu. Fyrirtækið var búið að bjóða Dupre 1 milljón dollara fyrir myndatöku fyrir væntanlegt tímarit en eftir þennan óvænta fund er búið að draga boðið til baka.

Upptökuteymi „Girls Gone Wild“ hitti Dupre í Miami árið 2003 og hún eyddi viku með þeim að taka upp myndefni, sagði talsmaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir