Íslendingar stofni brjóstasamtök

„Ég skal gera mitt besta við að koma á sambandi milli sænsku samtakanna Bara bröst og Íslendinga,“ segir Kristin Karlsson, sænska stúlkan sem var rekin berbrjósta upp úr sundlauginni í Hveragerði um síðustu helgi.

Bara bröst-samtökin hafa barist ötullega fyrir jafnrétti kynjanna í vali á baðfatnaði undanfarna mánuði. Hafa stúlkurnar í samtökunum mótmælt með því að fara berbrjósta í sund og vakið heimsathygli fyrir. Kristin Karlsson hóf umræðuna í Svíþjóð þegar hún skrifaði greinar í þarlenda fjölmiðla um málefnið og í kjölfarið voru Bara bröst-samtökin stofnuð.

Leggur sitt af mörkum

Kristín Tómasdóttir, ráðskona í öryggisráði Femínistafélags Íslands, segir félagið ekki einbeita sér að jafnrétti kynjanna í vali á baðfötum. „Þetta er fín barátta, en neðarlega á okkar efnisskrá,“ segir hún. „Svíþjóð er greinilega mikið fyrirmyndarríki fyrst þær hafa ekki eins alvarlegum málum að sinna og við.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar