Lokahátíð Gauks á Stöng hófst í gærkvöldi og fór ótrúlega vel af stað samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum. Hljómsveitirnar Sign, Ultra Mega Teknóbandið Stefán, Sverrir Bergmann og Hraun riðu á vaðið og kvöddu Gaukinn. Staðurinn hefur alið af sér alla helstu tónlistarmenn landins en staðurinn hefur verið einn fremsti tónleikapöbb á Íslandi í 25 ár.
Lokahátíðin heldur áfram eftir miðnætti á morgun en þá eru það Noise, Wulfgang, Cliff Clavin og Johnny and the Rest sem koma fram.
Á laugardeginum spila Brain Police, Deep Jimi & The Zep Creams, Jan Mayen, og Weapons og á sunnudeginum koma m.a Tena Palmer, Mood, og Elín Ey, fram. Miðasala á hátíðina fer fram við inngang Gauksins.