Nágrannar Amy Winehouse pirraðir

Breska söngkonan Amy Winehouse
Breska söngkonan Amy Winehouse AP

Nágrannar Amy Winehouse hafa sett eign sína á sölu, vegna þess að þeir hafa fengið nóg af stanslausum partýum heima hjá henni, að sögn breska dagblaðsins Daily Mirror.   Amy flutti í íbúð á rólegri götu í Camden hverfinu í London fyrir aðeins sex vikum síðan, en er þegar farin að valda nágrönnum sínum ónæði. 

„Nágrannarnir eru orðnir brjálaðir á stanslausum partýum og háværri tónlist um miðja nótt, áður en Amy kom var rólegt að búa við götuna, en nú er sífellt ráp á fólki og vera Amy hefur valdið uppnámi á meðal nágranna," segir heimildamaður blaðsins.

Talsmaður söngkonunnar kennir æsifréttamönnum um ónæðið en Amy er elt af ljósmyndurum hvert sem hún fer og sitja þeir um hana dag og nótt.  Talsmaður hennar segir að því miður geti hún ekki mikið gert við því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir