Breski leikarinn Paul Scofield, er látinn 86 ára að aldri. Scofield lést á sjúkrahúsi í Sussex á Englandi en hann var með hvítblæði og hafði verið mikið veikur um tíma, að sögn umboðsmanns hans. Scofield fékk Óskarsverðlaun fyrir besta leik í kvikmyndinni A Man for All Seasons, árið 1967, og var einnig tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Quiz Show, árið 1995.
Scofield lék í kvikmyndinni Lér konungur, byggð á leikriti Shakespeares, árið 1972 og lék einnig Frakklandskonung í kvikmyndinni Henry fimmti, sem var leikstýrt af breskar leikstjóranum Kenneth Branagh.
Scofield var giftur leikkonunni Joy Parker og áttu þau tvö börn.