Reynir að setja aldursmet á Everest

Yuichiro Miura hefur æft af kappi fyrir fjallgönguna
Yuichiro Miura hefur æft af kappi fyrir fjallgönguna AP

Japanski ævintýramaðurinn Yuichiro Miura, sem er 75 ára að aldri, stefnir að því að klífa Everest tind og um leið að vera elstur til að klífa hæsta fjall heims. Miura átti aldursmetið áður en hann varð 2003 elstur til þess að ná á topp fjallsins sjötugur að aldri. Á síðasta ári setti hins vegar samlandi hans nýtt aldursmet en sá var 71 árs er hann fór á topp Everest. 

Everest er 8.848 metrar að hæð yfir sjávarmáli.

Miura fór frá Japan í dag og stefnir að því að hefja fjallgönguna í Tíbet á laugardag. Hann hefur engar áhyggjur af aldri sínum og segist vera á sig kominn líkt og þegar hann var á fertugsaldri.  Hins vegar eru ekki allir jafn vissir um að hann nái takmarki sínu þar sem hann hefur átt við hjartavandamál að stríða undanfarin ár og hefur þurft að fara í tvær hjartaaðgerðir á síðustu árum.

 Miura er þekktur ævintýramaður en árið 1970 varð hann fyrstur til þess að skíða niður suðurhlið Everest með því að nota fallhlíf sem hemlastýringu. Vakti afrekið mikla athygli og heimildamyndin The Man Who Skied Down Everest fékk Óskarsverðlaunin í flokki heimildamynda árið 1975. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar