Vilja vera nakin í myndbandinu

Ágúst Jakobsson gerði m.a. myndband við lagið Call on me.
Ágúst Jakobsson gerði m.a. myndband við lagið Call on me.

„Þetta myndband á að verða gríðarlega sexý og því kom ekkert annað til greina en að fá besta manninn í þetta,“ segir Egill Gillzenegger Einarsson, meðlimur hljómsveitarinnar Merzedes Club, aðspurður um fyrirhugað myndband sveitarinnar við lagið Meira frelsi.

Tökur myndbandsins munu hefjast á næstu dögum og hefur tökumaðurinn Ágúst Jakobsson verið fenginn til að stýra upptökum. Ágúst vann meðal annars við nafntogað myndband lagsins Call on me, sem tónlistarmaðurinn Eric Prydz gerði frægt hér um árið, en í téðu myndbandi sprönguðu léttklæddar konur um í eróbikktíma við mikinn fögnuð karlpeningsins. Þá hefur Ágúst gert myndbönd fyrir listamenn á borð við Björk, Nirvana, Snoop Dogg og Aerosmith, auk þess að hafa verið hirðtökumaður fyrir Guns´n´Roses á ferðalagi þeirra um heiminn.

„Ég held að það sé ekki til sá maður sem hafi ekki stundað mök með sjálfum sér yfir Call on me-myndbandinu. Allavega allir félagar mínir og pottþétt allir aðrir. Munurinn er bara sá að Merzedes Club er með fjóra flotta karlmenn og eina flotta konu, en ekki bara stelpur eins og í hinu myndbandinu. Þetta mun því höfða til allra.“

Flottust allra

„Maðurinn er ekki með slæmt hráefni í höndunum til þess að búa til myndband. Merzedes Club er tvímælalaust fallegasta hljómsveit á Íslandi og pottþétt í heiminum öllum. Ég efast um að hægt sé að finna myndarlegri hljómsveit,“ segir Egill fullur sjálfsöryggis og bætir við að ekki sé loku fyrir það skotið hljómsveitarmeðlimir sniðgangi allan fatnað í myndbandinu.

„Það er ekki útilokað að við sleppum fötunum bara alveg. Við höfum svosem enga ástæðu til þess að vera í fötum í myndbandinu, enda er samanlögð fituprósenta hljómsveitarinnar undir 30%! Engin ástæða til að klæðast,“ segir Egill að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir