Útvarpsstöðin XA- Radíó FM 88,5 mun í kvöld halda tónleika í Háskólabíói til fjármögnunar á nýjum útvarpssendi til að geta stækkað útsendingarsvæði sitt.
Samkvæmt tilkynningu frá stöðinni hefur verið sent út svokallað 12 spora efni síðast liðin 5 ár en henni mun hafa verið hleypt af stokkunum á föstudaginn langa árið 2003.
Fjöldi listamanna munu koma fram á tónleikunum, þar á meðal verða Bubbi Morthens, rímnaskáldið Poetrix, Páll Óskar Hjálmtýsson, Einar Ágúst, KK, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Piknic (Siggi úr Hjálmum og Sigga úr Santiago) og Davíð Þór Jónsson. Allir listamennirnir gefa vinnu sína.
Nýi sendirinn mun ná til alls Suðurlands eða u.þ.b. 25.000 manns og þ.m.t. Litla Hrauns.
Tónleikarnir hefjast kl.22:00 í kvöld, föstudaginn langa og miðaverð er 2.500 kr sem rennur óskipt til kaupa á útvarpssendinum.