Útgefandi Tinnabókanna látinn

Tinnabækurnar hafa selst í yfir 200 milljón eintaka
Tinnabækurnar hafa selst í yfir 200 milljón eintaka

Belgíski útgefandinn Raymond Leblanc, lést í dag 92 ára að aldri. Leblanc er maðurinn á bak við vinsældir Tinnabókanna en hann sannfærði listamanninn Georges Remithe (Hergé) sem var höfundur Tinna  til þess að halda áfram að teikna Tinna og félaga á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.

Fyrsta teiknimyndasagan um blaðamanninn Tinna kom fram í Belgíu í janúar árið 1929. Var það útgáfufélag Leblanc, Lombard sem gaf bækurnar út en árið 1986 seldi Leblanc útgáfufélagið til franska útgáfufélagsins Media-Participations.

Í viðtali við dagblaðið Times í maí í fyrra greindi Lombard frá því að Tinni hefði selst í yfir 200 milljónum eintaka og verið þýddur á 60 tungumál.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir