Hjónabandið verði ógilt

Pamela á fréttamannafundi í Berlín í síðustu viku.
Pamela á fréttamannafundi í Berlín í síðustu viku. AP

Nýjasti eiginmaður Pamelu Anderson, Rick Salomon - sem virðist sérhæfa sig í skammtímasamböndum við frægar konur - hefur samþykkt að hjónabandið skuli ógilt, samkvæmt skjölum sem lögð voru fram í rétti í Los Angeles í gær.

Pamela fór fram á að hjónabandið yrði ógilt á þeim forsendum að það hafi byggst á blekkingum. Tók Salomon undir það án frekari útskýringa.

Salomon krafðist ekki framfærslu og fór fram á að Pamelu yrði ekki heldur dæmd framfærsla. Salomon hefur unnið sér það helst til frægðar að búa til alræmt kynlífsmyndband með Parísi Hilton.

Pamela og Salomon giftu sig í Las Vegas 6. október í fyrra, en skildu að borði og sæng 13. desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup