Fyrrum eiginkona Frakklandsforseta gift á ný

Cecilia og Richard koma til leiksýningar á Broadway um helgina.
Cecilia og Richard koma til leiksýningar á Broadway um helgina. Reuters

Cécilia, fyrrum eiginkona Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, gifti sig aftur í dag í Regnbogaherberginu svonefnda í Rockefeller Center í New York. Eiginmaðurinn heitir Richard Attias, 48 ára auðkýfingur, að sögn fréttavefjar blaðsins Le Figaro.

Ljósmyndarar náðu í gær myndum af þeim Céciliu og Richard þar sem þau komu á sýningu á söngleiknum Manna Mia í leikhúsi á Broadway.

Þetta er þriðja hjónaband Céciliu, sem er fimmtug að aldri. Fyrsti eiginmaður hennar var franski sjónvarpsmaðurinn Jacques Martin. Cécilia og Nicolas Sarkozy skildu sl. haust eftir 11 ára hjónaband. Forsetinn giftist nýlega fyrirsætunni Carla Bruni. 

Samband þeirra Céciliu og Richards, sem er ættaður frá Marokkó, hefur staðið um hríð en þau bjuggu saman um tíma árin 2005 og 2006. Cécilia snéri hins vegar aftur til eiginmannsins þegar hann bauð sig fram í embætti forseta Frakklands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar