Leikkonuna Lindsay Lohan er ekki að finna á kynlífsmyndbandi. Myndband nokkurt sem breiddist út á netinu á dögunum var sagt vera af henni og kærasta hennar fyrrverandi, Calum Best. Í ljós kom síðar að konan á myndbandinu er frá Illinois og algjörlega óþekkt.
Breska blaðið The Sun hélt því fram á skírdag að Lohan væri á myndbandinu og birti þokukenndar myndir með, fengnar úr myndbandinu. Svo reyndist alls ekki vera.