Nýja Bond-myndin frumsýnd í október

Daniel Craig í hlutverki sínu í síðustu Bond-mynd.
Daniel Craig í hlutverki sínu í síðustu Bond-mynd.

Nýjasta kvikmyndin um James Bond, Quantum of Solace, verður frumsýnd fyrr en áætlað var eða 31. október. Framleiðendur myndarinnar greindu frá þessu í liðinni viku en myndin er sú 22. um njósnara hennar hátignar og önnur myndin með Daniel Craig í hlutverki naglans.

Fyrri frumsýningardagur var 7. nóvember en nú hefur frumsýningu verið flýtt um viku. Þetta hljóta að vera gleðifréttir fyrir Bond-aðdáendur og spurning hvort frumsýning myndarinnar hér á landi verður fyrr en ætlað var einnig. Handrit myndarinnar er unnið upp úr smásögu Ians Flemings sem ber sama nafn og myndin.

Tökum á myndinni er lokið í Panama og Bandaríkjunum en tökur hófust í janúar sl. Einnig verður tekið upp í Chile, Austurríki og á Ítalíu. Að þessu sinni leitar Bond mannsins sem bar ábyrgð á dauða unnustu hans í síðustu mynd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir