Nýja Bond-myndin frumsýnd í október

Daniel Craig í hlutverki sínu í síðustu Bond-mynd.
Daniel Craig í hlutverki sínu í síðustu Bond-mynd.

Nýjasta kvikmyndin um James Bond, Quantum of Solace, verður frumsýnd fyrr en áætlað var eða 31. október. Framleiðendur myndarinnar greindu frá þessu í liðinni viku en myndin er sú 22. um njósnara hennar hátignar og önnur myndin með Daniel Craig í hlutverki naglans.

Fyrri frumsýningardagur var 7. nóvember en nú hefur frumsýningu verið flýtt um viku. Þetta hljóta að vera gleðifréttir fyrir Bond-aðdáendur og spurning hvort frumsýning myndarinnar hér á landi verður fyrr en ætlað var einnig. Handrit myndarinnar er unnið upp úr smásögu Ians Flemings sem ber sama nafn og myndin.

Tökum á myndinni er lokið í Panama og Bandaríkjunum en tökur hófust í janúar sl. Einnig verður tekið upp í Chile, Austurríki og á Ítalíu. Að þessu sinni leitar Bond mannsins sem bar ábyrgð á dauða unnustu hans í síðustu mynd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup