Rowling þunglynd og í sjálfsvígshugleiðingum

J.K. Rowling
J.K. Rowling AP

JK Rowling, höfundur Harry Potter bókanna, hefur greint frá því að hún hafi glímt við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir í kjölfar skilnaðar síns og fyrri eiginmanns síns, portúgalska blaðamannsins Jorge Arantes. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

 Segist hún hafa leitað sér aðstoðar og vera stolt af því að hafa komist í gegn um þá miklu erfiðleika sem hún hafi þá staðið  frammi fyrir.

„Um miðjan þrítugsaldur átti ég mjög erfitt og ég brotnaði virkilega saman,” segir hún í viðtali við skólað Edinborgarháskóla. „Það sem fékk mig til að leita mér hjálpar var... sennilega dóttir mín. Hún jarðtengdi mig og fékk mig til að hugsa. Þetta er ekki rétt, þetta getur ekki verið rétt. Hún má ekki vaxa úr grasi með mig í þessu ástandi.”

Þá segir hún að heimilislæknir hennar hafi verið í fríi og að afleysingalæknir sem hún leitaði til hafi gert lítið úr áhyggjum hennar. Tveimur vikum síðar hringdi hins vegar heimilislæknirinn, sem hafði þá farið yfir skýrslu afleysingarlæknisins, og í kjölfar þess fékk hún viðeigandi aðstoð.

„Ég hef aldrei skammast mín fyrir að hafa verið þunglynd. Aldrei nokkru sinni,” segir hún. „Fyrir hvað ætti maður að skammast sín. Ég gekk í gegn um mjög erfiða tíma og ég er mjög stolt af því að hafa komist í gegn um þá."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir