Sýningum „Fitna” frestað

Sýninginu myndarinnar var mótmælt á Dam-torgi í Amsterdam í gær.
Sýninginu myndarinnar var mótmælt á Dam-torgi í Amsterdam í gær. AP

Bandaríska netþjónustufyrirtækið Network Solutions hefur frestað áformum sínum um að birta mynd hollenska hægrimannsins Geert Wilders um íslam á vefsvæði sínu. Segjast forsvarsmenn fyrirtækisins vera að kanna staðhæfingar þess efnis að myndin innihaldi hatursáróður. Þetta kemur fram á réttavef BBC. 

Wilder hefur þegar greint frá því að myndin sem er fimmtán mínútur að lengd sýni íslam sem „óvin frelsisins” og hafa múslímar  víða um heim þegar mótmælt fyrirhuguðum sýningum hennar. Þá segir Wilder í grein sem var  í blaðinu De Volkskrant í gær að myndin „Fitna” sé viðvörun sín til hins vestræna heims.

„Myndin fjallar ekki beint um múslíma heldur fremur um Kóraninn og íslam. Það er grundvallarhugmynd íslam að eyða því sem okkur er kærast, þ.e. frelsi okkar,” segir hann. „Fitna er síðasta viðvörun vesturlanda. Baráttan fyrir frelsinu er rétt að byrja." 

Hollenska ríkisstjórnin hefur þegar lýst því yfir að hún sé ekki sammála þeim viðhorfum sem fram komi í myndinni og óttast margir að sýning hennar muni vekja álíka viðbrögð í arabaheiminum og birting dönsku skopmyndanna af Múhameð spámanni fyrir tveimur árum.

Wilders hefur notið lögregluverndar í Hollandi frá því leikstjórinn Theo van Gogh var drepinn árið 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup