Leikið var á dýrustu fiðlu í heimi á sérstökum tónleikum sem fram fóru í Moskvu í Rússlandi. Þetta var í fyrsta sinn í 70 ár sem leikið var á fiðluna.
Hinn þekkti fiðlusmiður Giuseppe Guarneri smíðaði hljóðfærið árið 1741. Nú er fiðlan í eigu rússnesks kaupsýslumanns, sem keypti hljóðfærið á uppboði á 3,9 milljónir dala (um 304 milljónir kr.).