Nektarmynd af frönsku forsetafrúnni boðin upp

Carla Bruni ásamt Shimon Peres, forseta Ísraels.
Carla Bruni ásamt Shimon Peres, forseta Ísraels. Reuters

Nektarmynd, sem tekin var árið 1993  af Cörlu Bruni, forsetafrú Frakklands, verður boðin upp hjá Christie's í apríl en á þessum tíma starfaði Bruni sem fyrirsæta.

Það var ljósmyndarinn Michel Comte, sem tók myndina. Þar sést Bruni standandi og líkir eftir fyrirsætum á myndum franska málarans George Seurat.

Milena Sales, talsmaður Christie's, sagði að ekkert væri óeðlilegt við að selja nektarmyndir af núverandi forsetafrú. Um væri að ræða listaverk, smekklega nektarmynd sem tekin væri af þekktum og virtum listamanni. 

„Christie's stendur við þau verk sem fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum. Það ritskoðar ekki eða fellir dóma um innihald eða viðfangsefni. Þetta er mjög virðulegt listaverk," sagði Sales.

Myndin er úr safni sem inniheldur einnig verk eftir ljósmyndarana Helmut Newton, Herb Ritts, Richard Avedon og Leni Riefenstahl. Gert er ráð fyrir að myndin seljist fyrir allt að 4 þúsund dali á uppboðinu 10. apríl, jafnvirði um 310 þúsund króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka