Nektarmynd af frönsku forsetafrúnni boðin upp

Carla Bruni ásamt Shimon Peres, forseta Ísraels.
Carla Bruni ásamt Shimon Peres, forseta Ísraels. Reuters

Nekt­ar­mynd, sem tek­in var árið 1993  af Cörlu Bruni, for­setafrú Frakk­lands, verður boðin upp hjá Christie's í apríl en á þess­um tíma starfaði Bruni sem fyr­ir­sæta.

Það var ljós­mynd­ar­inn Michel Comte, sem tók mynd­ina. Þar sést Bruni stand­andi og lík­ir eft­ir fyr­ir­sæt­um á mynd­um franska mál­ar­ans Geor­ge Seurat.

Milena Sa­les, talsmaður Christie's, sagði að ekk­ert væri óeðli­legt við að selja nekt­ar­mynd­ir af nú­ver­andi for­setafrú. Um væri að ræða lista­verk, smekk­lega nekt­ar­mynd sem tek­in væri af þekkt­um og virt­um lista­manni. 

„Christie's stend­ur við þau verk sem fyr­ir­tækið býður viðskipta­vin­um sín­um. Það rit­skoðar ekki eða fell­ir dóma um inni­hald eða viðfangs­efni. Þetta er mjög virðulegt lista­verk," sagði Sa­les.

Mynd­in er úr safni sem inni­held­ur einnig verk eft­ir ljós­mynd­ar­ana Helmut Newt­on, Herb Ritts, Rich­ard Avedon og Leni Ri­efenstahl. Gert er ráð fyr­ir að mynd­in selj­ist fyr­ir allt að 4 þúsund dali á upp­boðinu 10. apríl, jafn­v­irði um 310 þúsund króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú þarft að leysa ákveðið mál og það þolir enga bið svo þú verður hreinlega að láta það ganga fyrir öllu öðru. Það er dásamleg tilfinning að hitta einhvern í hjartastað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú þarft að leysa ákveðið mál og það þolir enga bið svo þú verður hreinlega að láta það ganga fyrir öllu öðru. Það er dásamleg tilfinning að hitta einhvern í hjartastað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son