Britney fær góða dóma

Britney og Josh Radnor í hlutverkum sínum í „How I …
Britney og Josh Radnor í hlutverkum sínum í „How I Met Your Mother.“ AP

Britney Spears stóð sig með ágætum í gestahlutverki í sjónvarpsþættinum „How I Met Your Mother,“ sem sendur var út í Bandaríkjunum í gærkvöldi, að mati gagnrýnanda AP.

Í þættinum fór Britney með  hlutverk símadömu sem er skotin í gæja sem aftur á móti er hrifinn af yfirmanni hennar.

Britney var hress og afslöppuð í hlutverkinu, sem að vísu var lítið. Virtist hún njóta þess að vera aftur á sviðinu eftir allt sem á undan er gengið í einkalífi hennar.

Telur gagnrýnandi AP að þetta kunni að marka upphaf betur lukkaðrar endurkomu Britneyjar en þegar hún kom fram á MTV-hátíðinni í september.

Af málum Britneyjar er annars það helst að frétta, að dómari í Los Angeles hafnaði kröfum lögmanns um að faðir hennar verði sviptum forræði yfir henni og fjármálum hennar, og verður hún því enn um sinn undir hans forræði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir