Britney Spears stóð sig með ágætum í gestahlutverki í sjónvarpsþættinum „How I Met Your Mother,“ sem sendur var út í Bandaríkjunum í gærkvöldi, að mati gagnrýnanda AP.
Í þættinum fór Britney með hlutverk símadömu sem er skotin í gæja sem aftur á móti er hrifinn af yfirmanni hennar.
Britney var hress og afslöppuð í hlutverkinu, sem að vísu var lítið. Virtist hún njóta þess að vera aftur á sviðinu eftir allt sem á undan er gengið í einkalífi hennar.
Telur gagnrýnandi AP að þetta kunni að marka upphaf betur lukkaðrar endurkomu Britneyjar en þegar hún kom fram á MTV-hátíðinni í september.
Af málum Britneyjar er annars það helst að frétta, að dómari í Los Angeles hafnaði kröfum lögmanns um að faðir hennar verði sviptum forræði yfir henni og fjármálum hennar, og verður hún því enn um sinn undir hans forræði.