Dustin kalkúni beðinn um að breyta Eurovisiontexta

Kalkúnninn Dustin.
Kalkúnninn Dustin.

Framkvæmdastjórn Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur farið fram á það að texta írska lagsins, sem tekur þátt í keppninni í Serbíu í maí, verði breytt. Fulltrúi Íra verður Kalkúninn Dustin, vinsæl leikbrúða í írsku sjónvarpi, og lagið nefnist Irelande douze pointe.

Í textanum eru nefnd nokkur Evrópulönd, þar á meðal Makedónía. Af flóknum ástæðum viðurkenna Grikkir ekki það nafn á landinu heldur aðeins nafnið Fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedónía en undir því nafni gengu Makedóníumenn í Sameinuðu þjóðirnar. Þegar atkvæði eru talin í Eurovision er Makedónía skráð þar undir nafninu FYR Macedonia (Former Yugoslav Republic of Macedonia.

Nú hafa Írar verið beðnir um að nota nafnið FYR Macedonia í texta lagsins en ekki aðeins Macedonia. Eru aðstandendur Dustins sagðir hafa fallist á það. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir