Ofsótt og óttaslegin

Tyra Banks.
Tyra Banks. Reuters

Ofurfyrirsætan fyrrverandi, Tyra Banks, er sögð dauðhrædd þessa dagana því Brady nokkur Green ofsækir hana. Green fékk að fara frjáls ferða sinna eftir að hafa verið kvaddur fyrir dómara, sakaður um að ofsækja Banks.

Dómari ákvað þó að veita Banks lögregluvernd. Banks hefur umsjón með spjallþætti sem heitir í höfuðið á henni og segja samstarfsmenn hennar að þeir óttist mjög Green. Engin öryggisgæsla sé í byggingunni þar sem þátturinn er tekinn upp.

Ljósmyndum af Green hefur verið dreift milli manna á vinnustaðnum svo þeir viti hvern ber að forðast. Green á sakaferil að baki. Hann hefur sent Banks fjölda bréfa og hringt í hana látlaust frá því í janúar sl. Þá lagði hann á sig ferðalag frá Los Angeles til New York í von um að hitta hana og hafði meðferðis poka fullan af myndum af Banks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir