Stóra planið frumsýnd á föstudag

Michael Imperioli og Pétur Jóhann Sigfússon í hlutverkum sínum í …
Michael Imperioli og Pétur Jóhann Sigfússon í hlutverkum sínum í Stóra planinu.

Á föstudag verður frumsýnd ný íslensk kvikmynd sem ber heitið Stóra planið. Myndin er í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar og það er Pétur Jóhann Sigfússon sem leikur aðalhlutverkið.

Pétur leikur Davíð sem er misskilinn handrukkari og listamaður. Hann missti ungur bróður sinn í bílslysi og hefur síðan leitað huggunar í Stóra planinu (e. The Higher Force), en það er ódýrt sjálfsvarnarmyndband sem telur honum trú um að endurteknir ósigrar hans séu aðeins undirbúningur fyrir verulega stórbrotið hlutverk síðar í lífinu.

Meðal annarra leikara í myndinni eru Eggert Þorleifsson, Ingvar E. Sigurðsson,  Benedikt Erlingsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Stefan Schaefer
Michael Imperioli, Lu Yu og  Zlatko Krickic.

Stóra planið er frumsýnd 28. mars í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Keflavík, Akureyri og Selfossi.

Vefsíða myndarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir