Stóra planið frumsýnd á föstudag

Michael Imperioli og Pétur Jóhann Sigfússon í hlutverkum sínum í …
Michael Imperioli og Pétur Jóhann Sigfússon í hlutverkum sínum í Stóra planinu.

Á föstudag verður frumsýnd ný íslensk kvikmynd sem ber heitið Stóra planið. Myndin er í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar og það er Pétur Jóhann Sigfússon sem leikur aðalhlutverkið.

Pétur leikur Davíð sem er misskilinn handrukkari og listamaður. Hann missti ungur bróður sinn í bílslysi og hefur síðan leitað huggunar í Stóra planinu (e. The Higher Force), en það er ódýrt sjálfsvarnarmyndband sem telur honum trú um að endurteknir ósigrar hans séu aðeins undirbúningur fyrir verulega stórbrotið hlutverk síðar í lífinu.

Meðal annarra leikara í myndinni eru Eggert Þorleifsson, Ingvar E. Sigurðsson,  Benedikt Erlingsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Stefan Schaefer
Michael Imperioli, Lu Yu og  Zlatko Krickic.

Stóra planið er frumsýnd 28. mars í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Keflavík, Akureyri og Selfossi.

Vefsíða myndarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir