Tónleikar í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í 17 ár

George Michael reynir að heilla Kanana á næstunni.
George Michael reynir að heilla Kanana á næstunni. Reuters

Söngvarinn George Michael mun halda röð tónleika í Bandaríkjunum og Kanada í fyrsta sinn í 17 ár.

Þrátt fyrir að Michael sé mjög vinsæll á alþjóðavísu hefur hann ekki átt miklu gengi að fagna í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að mæta til spjallþáttadrottningarinnar Opruh Winfrey árið 2004 og fá hana til að mæla með afurð sinni náði plata hans „Patience“ eingöngu 12 sæti á vinsældarlistunum og er það skársti árangur hans í mörg ár, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

Michael náði miklum vinsældum þegar Wham! dúettinn var og hét en hann sló algjörlega í gegn með fyrstu sóló plötu sinni „Faith“ sem seldist í rúmum 10 milljónum eintaka í Bandaríkjunum.  Næstu plötur þar á eftir seldust ekki vel og ferill hans svo gott sem staðnaði þegar hann fór í mál við plötufyrirtækið Sony og vildi losna frá samningi sínum. Svo var það „klósettatvikið“ fræga árið 1998 og hjálpaði það ekki mikið upp á plötusölur.

Michael hefur þegar spilað fyrir 1.3 milljónir aðdáenda í 12 löndum í Evrópu og nú er komið að Bandaríkjunum.  Áhugasamir geta leitað að miðum frá og með 6. apríl en tónleikar verða frá 17 júní og til 3. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir