Clinton skyld Jolie og Obama skyldur Pitt

Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie eru skyld forsetaframbjóðendum demókrata
Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie eru skyld forsetaframbjóðendum demókrata AP

Ætt­fræðileg rann­sókn hef­ur leitt í ljós að for­setafram­bjóðend­inn Hillary Cl­int­on sé skyld Ang­el­inu Jolie og mót­fram­bjóðandi henn­ar, Barack Obama, sé skyld­ur Brad Pitt, að því er fram kem­ur á frétta­vef Reu­ters.

The New Eng­land Historic Geneological Society gaf út rann­sókn þar sem rak­in voru ætt­fræðileg tengsl for­setafram­bjóðend­anna þriggja og í ljós kom að fræg­ir ein­stak­ling­ar tengj­ast þeim öll­um, látn­ir og lif­andi.

Að minnsta kosti eru sex fyrr­um for­set­ar fjar­skyld ætt­menni Obama; Geor­ge W. Bush og faðir hans, Ger­ald R. Ford, Lyndon B. John­son, Harry S. Trum­an og James Madi­son.  Önnur fræg skyld­menni eru Sir Winst­on Churchill og Brad Pitt, sem skyld­ur er Obama í ní­unda ættlið í gegn­um Edw­in Hickm­an sem lést í Virg­in­íu árið 1769.

Hillary Cl­int­on er skyld Ang­el­inu Jolie, kær­ustu Pitts, en tengsl milli þeirra eru rak­in til Jean Cus­son frá Qu­e­bec sem lést árið 1718.  Hjá Cl­int­on eru einnig rak­in tengsl til frægra fransk-kanadískra ein­stak­linga, þ.á.m. Madonna, Cel­ine Dion og Al­an­is Mori­sette.  Einnig er að finna tengsl til rit­höf­und­ar­ins Jack Kerouac og Camillu Par­ker-Bow­les, eig­in­konu Karls Bretaprins.

For­setafram­bjóðandi Re­públi­kana­flokks­ins, John McCain, er skyld­ur Lauru Bush í sjötta ættlið en erfiðara reynd­ist hjá hon­um að rekja ætt­artengsl, að sögn Christoph­er Child ætt­fræðings.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell