„Hátíðin er okkar og hún er skemmtileg“

Mugison á hátíðinni á Ísafirði í gær.
Mugison á hátíðinni á Ísafirði í gær.

Breska tónlistarblaðið New Musical Express, eða NME eins og það er nefnt í daglegu tali, fer fögrum orðum um tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem haldin var á Ísafirði um páskana. Í umfjöllun blaðsins segir að þrátt fyrir snjó, fimbulkulda og nálægð við heimskautsbaug hafi bærinn haldið tveggja daga ókeypis tónleika með nærri 40 atriðum.

„Með Aldrei fór ég suður er verið að bregðast við tilhneigingu tónlistarmanna til að safnast fyrir í Reykjavík og er hátíðin hugarfóstur Mugisons sem hefur náð viðurkenningu utan landssteina og hitar upp fyrir Queens of the stone age í Kanada í næsta mánuði“, segir í umfjölluninni.

Í greininni er rætt við Mugison um framtíð hátíðarinnar. „Ef einhverjar erlendar hljómsveitir banka á dyrnar er þeim velkomið að spila, en við höfum í sjálfu sér engin sértök áform í þá veru og ég hef engan áhuga á að stækka hátíðina, því hún er fyrir samfélagið á svæðinu. Hátíðin er okkar og hún er skemmtileg“, segir Mugison í samtali við NME.

Umfjöllun New Musical Express

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar