Notar blóðsugur til að halda húðinni unglegri

Demi Moore.
Demi Moore. Reuters

Demi Moore notar blóðsugur til að halda húð sinni unglegri, að því er fregnir herma. Er blóðsugumeðferðin liður í afeitrunarmeðferð sem Demi fór í í Austurríki.

En hún tók fram að ekki hafi verið um að ræða einhverjar mýrarblóðsugur heldur þrautreyndar lækningablóðsugur.

„Þetta eru engar afætur heldur háþróaðar blóðsugur,“ sagði Demi í þætti David Lettermans.

Hún er 45 ára - 15 árum eldri en eiginmaður hennar, Ashton Kutcher - og segist alltaf hafa haft auga fyrir nýjustu aðferðum við að bæta heilsufarið og heilbrigt líferni.

Nú sé hún afslöppuð og endurnærð eftir meðferðina, en vissulega hafi þetta verið óttavekjandi til að byrja með.

„Þetta hreinsar eiturefni úr blóðinu - mér finnst ég mjög afeitruð núna,“ sagði Demi ennfremur, og lýsti því hvernig hún fylgdist með blóðsugunni að störfum:

„Maður sér hvernig hún tútnar út af blóðinu úr manni, verður feitari og feitari - svo er hún ofurdrukkin af blóðinu og veltur um koll eins og hún sé að staulast út af bar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar