Opinber heimsókn í skugga nektarmyndar

Nektarmyndin af Cörlu Bruni.
Nektarmyndin af Cörlu Bruni. Reuters

Opinber heimsókn Frakklandsforseta og konu hans til Bretlands hefst í dag, en svo kann að fara að heimsóknin falli í skuggann af uppboði á nektarmynd af forsetafrúnni.

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, munu m.a. ræða samkomulag um kjarnorkuver, innflytjendamál og fleira. Sarkozy mun ennfremur ávarpa breska þingið.

Sarkozy hefur lagt áherslu á að sér sé í mun að auka vinsamleg tengsl á milli landanna. „Kannski við gætum við bætt um betur og ekki aðeins verið kurteis heldur beinlínis orðið vinir,“ sagði Sarkozy um Frakka og Breta.

En líklega munu breskir fjölmiðlar beina myndavélum sínum meira að nýju forsetafrúnni, hinni fertugu Cörlu Bruni. Hún er áreiðanlega fyrsta, franska forsetafrúin sem boðin er velkomin í opinbera heimsókn til Bretlands með nektarmyndum af henni á forsíðum dagblaðanna.

Myndin var tekin 1993 og verður boðin upp hjá Christie´s í New York í næsta mánuði. Reiknað er með að hún seljist á um tvö þúsund pund, eða sem svarar rúmum 300.000 krónum.

Bruni er fyrrverandi fyrirsæta, og því hefur ekki komið á óvart að myndin sé til. Talsmenn Christie´s segja myndina, sem ljósmyndarinn Michael Comte tók, vera listaverk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir