Hollywood-leikarinn Richard Widmark er látinn 93ja ára að aldri eftir að hafa háð langvinna sjúkdómsbaráttu. Widmark var afar afkastamikill í Hollywood, en hann lék oft í glæpamyndum og vestrum.
Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að frumraun hans á hvíta tjaldinu hafi verið árið 1947 í kvikmyndinni Kiss of Death.
Widmark gerði garðinn frægan í myndum á borð við Night and the City, Pickup on South Street og vestranum Broken Lance.
Leikarinn lést á heimili sínu í Connecticut sl. mánudag að því er AP-fréttastofan segir.