Skiptar skoðanir á Mannaveiðum

„Ég beið spennt, búin að koma barninu inn í rúm og allt til þess að geta fylgst með hverju orði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur og þingmaður. Hún varð ekki fyrir vonbrigðum. „Mér fannst þetta flott og vel skipað í hlutverk og allt mjög smart. Þessi saga hentar vel til sjónvarpsgerðar og þau hafa leyft sér að vera svolítið frjálsleg og aðlaga söguna.“

Henni fannst útlit myndarinnar sérstaklega vel heppnað. „Mér fannst það dálítið flott, svona grámóskulegt og drungalegt og það fannst mér koma vel út.“

Þó hún sé almennt ánægð með þáttinn segir hún nokkuð hafa borið á stífum samtölum. „Ég var ný- búin að horfa á kvikmyndina Foreldrar sem var þarna kvöldið áður og þar eru samtölin svo góð, mér fannst svolítið vanta upp á það í þessum þætti.“

Hún er ánægð með frammistöðu leikaranna í þættinum og þá sérstaklega aðalleikaranna tveggja. „Mér finnst Ólafur Darri standa sig mjög vel í þessu hlutverki sem hann er í, þessi fúli frá Keflavík, og mér fannst hann ná að gera sig mjög gildandi í þessu hlutverki. Eins með Gísla Örn, mér fannst þeir báðir njóta sín vel.“

„Mér fannst þetta ekki nógu gott,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir bók- menntafræðingur. „Mér fannst þetta þjást af einkennum sem eru óþarflega algeng í íslensku sjónvarpi og leikhúsi, þetta var svolítið stirðlegt. Ég hef lesið þessa bók og þekki vel til verka þessa höfundar, og það síðasta sem er hjá honum er svona striðleiki og tyrfni. Sérstaklega er þessi bók létt og lifandi.“

Léttleikinn er ekki það eina sem Úlfhildur saknar úr bókinni. „Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að bók sé tekin og henni breytt því þetta er nýr miðill og nýjar aðstæður. En það sem gaf þessari bók svona auka „spúnk“ var að hafa aðallögreglumanninn af víetnömskum ættum. Í þættinum var verið að búa til sambærilega persónu, einstæðing sem er að einhverju leyti utan- veltu í samfélaginu og það bara virkaði ekki.“

Úlfhildur ætlar þrátt fyrir allt að fylgjast með framhaldinu, enda segir hún ekki hægt annað en að fylgjast með íslenskum glæpaþáttum. „Þetta var bara fyrsti þátturinn, ég er að vona að það lifni yfir þessu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir