Alltof erfitt að vera gift Tom Cruise

Tom Cruise og Katie Holmes.
Tom Cruise og Katie Holmes. Reuters

 Samkvæmt slúðurritnu Star er ekki allt með felldu í lífi leikkonunnar Katie Holmes. Í nýjasta tölublaði tímaritsins er skýrt ítarlega frá heilsufari leikkonunnar en glöggir aðdáendur hafa tekið eftir því að hún hefur grennst óeðlilega mikið ásamt því sem hún sést æ sjaldnar með dóttur hennar og Toms Cruise, Suri. Þar að auki þykir hún líta mjög veiklulega út, föl og ósofin.

Ástæðan fyrir heilsuleysi Holmes, að mati Star, er einfaldlega sú að það sé gríðarlega erfitt að vera eiginkona Toms Cruise.

„Katie fær ekki mikinn svefn og hefur nú verið svefnvana um nokkurra mánaða skeið. Hún er úrvinda allan daginn af því að Tom er svo orkumikill og þau vaka saman langt fram yfir miðnætti. Hann hefur endalausa orku en hún getur ekki haldið í við hann,“ sagði heimildarmaður Star í viðtali við blaðið.

Í ljósi þess að skammt er liðið síðan leikarinn Heath Ledger lést, en dánarorsök hans má að hluta rekja til svefnleysis og misnotkunar á svefnlyfjum, er skiljanlegt að aðstandendur leikkonunnar hafi miklar áhyggjur af ástandinu.

Ekki spyrja-reglan

Ofan á svefnleysi leikkonunnar bætist hreint út sagt furðuleg hegðun eiginmannsins sem á það til að hverfa dögum saman án þess að eiginkonan fái nokkuð að vita hvert hann fer eða hvað hann gerir.

Í fjarveru hans þarf Holmes að sinna barnauppeldi en samhliða því þarf hún að hafa yfirumsjón með hönnun 35 milljóna dollara heimilis þeirra hjóna sem verið er að reisa á besta stað í Beverly Hills.

„Í huga Toms er heimilið stöðutákn svo að það hvílir alfarið á herðum Katie að hanna eitthvað sem meira en stórkostlegt, eitthvað sem Tom getur montað sig af. Hún hefur svo miklar áhyggjur af þessu að hún fær hausverk og er í raun og veru að gera sig veika af áhyggjum,“ sagði áhyggjufulli en ónafngreindi heimildarmaðurinn í viðtali við Star.

Í hnotskurn
Hún vakti fyrst athygli í unglingaþáttunum Dawson's Creek þar sem hún lék strákastelpuna Joey Potter. Hún trúlofaðist Tom Cruise þann 17. júní árið 2005 eftir aðeins um tveggja mánaða samband.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup