Kevin Federline, fyrrum eiginmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears segist reyna að senda henni góða orku. Þá segir hann að hann muni alltaf elska bæði hana og Shar Jackson, móður tveggja eldri barna sinna.Federline og Spears eiga saman tvo syni og fer Federline með forræði yfir þeim.
„Ég mun alltaf elska mæður barna minna og verða til staðar fyrir þær báðar. Ég trúi því að sú góða orka sem ég sendi frá mér skili sér aftur inn í mitt eigið líf. Samband mitt við börn mín og fjölskyldur þeirra mun vara allt líf mitt og er það sem skiptir mig mestu máli,” segir hann í viðtali við tímaritið In Touch Weekly. „Það er mér einnig mjög mikilvægt að börnin mín viti að sama hvað gerist þá eigi þau bæði móður og föður sem elski þau mjög mikið."
Þá segist hann verja mestum tíma í það þessa dagana að elta börn um húsið og að þarfir barnanna gangi fyrir öllu öðru í lífi hans. „Ég ætla mér að verða börnum mínum góð fyrirmynd og geti það einnig orðið öðrum ungum einstæðum feðrum, sem eru að ganga í gegn um svipaða reynslu og ég, fordæmi þá tel ég það mikinn árangur,” segir Federline sem var nýlega útnefndur faðir ársins af tímatritinu Details.
Federline á synina Sean Preston, tveggja ára og Jayden James, eins árs með Spears og börnin Kori, fimm ára og Kaleb þriggja ára með Jackson.