Minghella vildi gera Sjálfstætt fólk

 „Hann var með bókina og handritið í skoðun,“ segir Snorri Þórisson hjá kvikmyndafyrirtækinu Pegasus, en breski kvikmyndagerðarmaðurinn Anthony Minghella sem lést í síðustu viku hafði mikinn áhuga á að gera kvikmynd eftir Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness.

„Þetta var bara núna fyrir áramótin, og hefur verið í skoðun síðan. Hann var ekki búinn að taka ákvörðun um að gera myndina, en ég taldi að hann hefði hug á því þar sem hann var ekki búinn að ýta þessu frá sér,“ segir Snorri sem hefur kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki á leigu. En telur Snorri að Minghella hefði látið verða af verkefninu?

„Ég þori ekkert að segja neitt til um það, enda er hann ekki til frásagnar um málið. En þetta var allavega í skoðun á milli okkar.“

Anthony Minghella er hvað þekktastur fyrir The English Patient, en fyrir þá mynd hlaut hann Óskarsverðlaun sem besti leikstjórinn. Hann átti einnig að baki myndir á borð við The Talented Mr. Ripley og Cold Mountain.

Aðspurður segist Snorri ekki vera farinn að ræða við fleiri um verkefnið. „Maður talar bara við einn í einu. Þetta er lítill bransi þótt hann sé stór og fólk fréttir alltaf hvað er í gangi. Þannig að maður er ekki að bjóða nema einum í einu að leikstýra svona mynd,“ segir hann, og bætir því við að jafnlíklegt sé að innlendir og erlendir aðilar muni gera kvikmynd eftir Sjálfstæðu fólki.

„En ég hef hug á að framleiða mynd sem fær alþjóðadreifingu, sem okkar myndir hafa því miður ekki enn fengið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir