Hatter og Þórður hlutu verðlaun á 700IS

Kristín Scheving framkvæmdastjóri og upphafsmaður 700IS ásamt Max Hatter og …
Kristín Scheving framkvæmdastjóri og upphafsmaður 700IS ásamt Max Hatter og Þórði Grímssyni í kvöld. mbl.is/Steinunn

Alþjóðlega kvikmynda- og myndbandsverkahátíðin 700IS Hreindýraland hófst formlega í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Hátíðin, sem standa mun í rúma viku, fer fram víða um Fljótsdalshérað og á fleiri stöðum á Austurlandi og verða sýnd um eitt hundrað verk frá öllum heimshornum, auk námskeiðahalds og annarra listviðburða sem fram fara á hátíðinni.

Ólöf Nordal alþingismaður opnaði 700IS í kvöld með ávarpi. Þá tilkynnti Kristín Scheving, framkvæmdastjóri og upphafsmaður hátíðarinnar, hverjir hlytu verðlaun fyrir besta framlagið til hátíðarinnar, en það eru þeir Max Hatter fyrir besta verk 700IS og Þórður Grímsson fyrr besta íslenska verk hátíðarinnar. Veitti Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, Hatter verðlaun frá fyrirtæki sínu og Glitnir gaf verðlaun Þórðar.

Þá var fluttur tónlistar- og myndbandsgjörningurinn Hanaegg, eftir Ólöfu Nordal listakonu, í samstarfi við Ásgerði Júníusdóttur óperusöngkonu og Þuríði Jónsdóttur tónskáld. Rétt í þessu er sýningargestum 700IS boðið að flytja sig um set og þiggja veitingar á Gistihúsinu á Egilsstöðum.

Gestir opnunarhátíðar IS700 í kvöld.
Gestir opnunarhátíðar IS700 í kvöld. mbl.is/Steinunn
Ólöf Nordal alþingismaður setti hátíðina í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Ólöf Nordal alþingismaður setti hátíðina í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. mbl.is/Steinunn
Kristín Scheving og framkvæmdastjórn 700IS Hreindýralands.
Kristín Scheving og framkvæmdastjórn 700IS Hreindýralands. mbl.is/Steinunn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir