Íslendingar kaupa miða á Clapton, Dylan og fleiri fyrir 200 milljónir

Bob Dylan er væntanlegur í Egilshöll í maí.
Bob Dylan er væntanlegur í Egilshöll í maí. Reuters

„Það er ástæða fyrir því að þessir karlar eru fluttir til landsins. Menn eru búnir að sjá hvað virkar,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá viðburðafyrirtækinu Concert sem sér um tónleika Bobs Dylans í Egilshöll í vor.

Íslendingar hafa undanfarnar vikur eytt tæpum 200 milljónum í miða á tónleika reynsluboltanna Bobs Dylans, Erics Claptons, Johns Fogertys og síðast en ekki síst Whitesnake. Þessir karlar þekkja bransann út og inn, eins og Barbí þekkir Ken, enda með samanlagða reynslu upp á rúm 200 ár.

Ná yfir breiðan hóp

„Þessar kempur ná yfir tvær, þrjár kynslóðir og eiga mikla sögu og stað í sál landsmanna. Þeir ná yfir svo breiðan hóp. Þeir eru búnir að vera að í 30 til 40 ár,“ segir Ísleifur. Hann bjóst við að vera búinn að selja um 6.000 miða á tónleika Bob Dylan í gærkvöldi, en þá eru aðeins um 2.000 miðar eftir. Eric Clapton virðist ætla að fanga athygli flestra á árinu, búinn að selja meira en 11.500 miða. John Fogerty er hins vegar búinn að selja rúmlega 2.000 miða og hljómsveitin Whitesnake milli 2 og 3.000.

Ísleifur segir alla aldurshópa geta notið þess að hlusta á karla eins og Dylan, allt frá unglingum upp í háöldruð gamalmenni. „Það eru ekki margir sem ná því. Hjá flestum öðrum er það afmarkaðra, viss aldur, ungir, gamlir, konur eða karlar,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir