Seldu 12.000 miða í Mexíkó

Uppsetning Vesturports á Kommúnunni eftir Lukas Moodysson sem sýnd er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir verður sýnd í Mexíkó dagana 9. til 18. apríl. Fyrst verða þrjár sýningar í höfuðborginni Mexíkó en svo verða þrjár sýningar í Guadalajara, heimabæ Gaels García Bernal sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í sýningunni.

Bernal er stórstjarna í Mexíkó og þarf því engum að koma á óvart að nú þegar er uppselt á allar sýningarnar sex í heimalandi hans, en alls voru um 12.000 miðar í boði. Sami leikhópur setur verkið upp í Mexíkó og í Reykjavík en á sýningunum í Guadalajara mun Ilmur Kristjánsdóttir taka við hlutverki Elenu Anaya sem þarf frá að hverfa vegna hlutverks í bíómynd. Síðustu sýningar á Kommúnunni í Borgarleikhúsinu verða í kvöld og svo 3. og 4. apríl. Aðsókn að sýningunni hefur verið mjög góð og var því gripið til þess ráðs að flytja hana af Nýja sviðinu yfir á Stóra sviðið síðustu sýningardagana. Sýningin í kvöld verður að vísu á Nýja sviðinu þar sem Jesus Christ Superstar verður sett upp á því stóra. Leikstjóri Kommúnunnar er Gísli Örn Garðarsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar