Stundum erfiðara að leika meðaljón

Forest Whitaker.
Forest Whitaker.

Óskarsverðlaunahafinn og Íslandsvinurinn Forest Whitaker leikur eitt aðalhlutverkið í myndinni Vantage Point sem frumsýnd var í íslenskum kvikmyndahúsum í gær. Myndin segir frá átta ólíkum einstaklingum sem allir verða vitni að því þegar reynt er að myrða forseta Bandaríkjanna á meðan hann er í opinberri heimsókn í Mexíkó.

Whitaker leikur ósköp venjulegan, grunlausan ferðamann sem flækist inn í atburðarásina eftir að hann nær tilræðismanninum á myndband en á meðal mótleikara hans má nefna gæðaleikara á borð við Dennis Quaid, Matthew Fox, William Hurt, Bruce McGill og Sigourney Weaver.

Whitaker segir að á margan hátt sé það erfiðara að leika meðaljón. „Þegar ég leik svona einfaldar persónur er ég ekki viss um hvað það er sem ég er að gera. Ég er ekki viss um að það sé eitthvað í það varið. Meira að segja eftir að ég hafði séð myndina þá var ég ekki viss. Þetta er oft erfiðara heldur en hitt.“

Óskarsverðlaun breyta litlu

Whitaker hlaut Óskarsverðlaun árið 2006 fyrir túlkun sína á einræðisherranum Idi Amin í myndinni The Last King of Scotland. Hann segir að Óskarsverðlaunin hafi vissulega haft áhrif á líf sitt en hann segir þó að þau hafi ekki gjörbreytt því.

„Ég held að atvinnutækifærum hafi fjölgað í kjölfar verðlaunanna. En ég hef haldið mínu striki og valið mér hlutverk með sama hætti og ég hef alltaf gert. Hvort sem það eru aðalhlutverk eða aukahlutverk þá hef ég fylgt eðlisávísun minni varðandi persónurnar og bara látið vaða. Kannski er ég að vinna meira þessa dagana en ég held að það sé ekki Óskarsverðlaununum að þakka.“ vij

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir