Christopher Walken 65 ára

Christopher Walken.
Christopher Walken. AP

Óskar­sverðlauna­haf­inn Christoph­er Wal­ken fagn­ar 65 ára af­mæli sínu dag, að því er fram kem­ur á IMDB kvik­mynda­vefn­um.

Wal­ken fædd­ist árið 1943 í Qu­eens í Banda­ríkj­un­um. Hann hef­ur þótt afar fjöl­hæf­ur leik­ari og hef­ur langa reynslu að baki bæði á hvíta tjald­inu og á sviði, þ.á.m. lék hann í leik­riti eft­ir Tenn­essee Williams The Rose Tattoo og hlaut verðlaun fyr­ir. Hálf­gert sér­svið hjá hon­um hef­ur verið að leika and­lega skemmda ein­stak­linga en samt er ekki hægt að ein­skorða fjöl­breytt hlut­verka­val hjá hon­um við þannig hlut­verk ein­göngu.

Wal­ken vakti fyrst at­hygli á sér í kvik­mynd­um er hann lék lítið hlut­verk í The And­er­son Tapes með Sean Connery og árið 1977 hlaut hann mikið lof frá gagn­rýn­end­um fyr­ir hlut­verk sitt í Annie Hall en þar lék hann bróður Dia­ne Keaton. En það var svo í The Deer Hun­ter árið 1978 sem Wal­ken sló held­ur bet­ur í gegn og fór heim með Óskar­sverðlaun­in fyr­ir fram­lag sitt í þeirri mynd.

Eft­ir þá mynd ein­kennd­ist fer­ill hans af hæðum og lægðum en helst ber að nefna klassam­ynd­ir á borð við Pennies From Hea­ven, The Dead Zone, Biloxi Blu­es og Steven Spiel­berg mynd­in Catch Me If You Can, en þar var Wal­ken ein­mitt til­nefnd­ur til Óskar­sverðlauna.

Nokkr­ar skemmti­leg­ar staðreynd­ir um Wal­ken í til­efni dags­ins;

Vann fyr­ir sér í skamm­an tíma sem ljóna­temj­ari í sirkús þegar hann var 15 ára gam­all.

Varð fyr­ir lík­ams­árás í New York árið 1980 þegar hann bað tvo menn um lækka í tón­list­inni. Hann nef­brotnaði í árás­inni.

Hann er eini Óskar­sverðlauna­haf­inn sem leikið hef­ur óþokk­ann í James Bond mynd, A View to a Kill.

Wal­ken og Nick Nolte voru íhugaðir fyr­ir hlut­verk Han Solo í Star Wars.

Einnig var Wal­ken íhugaður fyr­ir hlut­verk Jack Sparrow í Pira­tes of the Caribb­e­an.

Til þessa dags á Wal­ken enn ekki farsíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft rísa deilur vegna þess að einstaklingar skilja ekki gildismat annarra. Ekki byrja á nýjum verkefnum í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft rísa deilur vegna þess að einstaklingar skilja ekki gildismat annarra. Ekki byrja á nýjum verkefnum í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason