Dýrar barneignir hjá Lopez og Anthony

Marc Anthony og Jennifer Lopez.
Marc Anthony og Jennifer Lopez. AP

Eiginmaður Jennifer Lopez gaf henni hring með gulum demant eftir að hún fæddi tvíburasystkinin Max og Emme á dögunum. Marc Anthony þurfti að reiða fram rúmar 23 milljónir króna til þess að borga fyrir gjöfina.

Vinur þeirra segir Lopez hafa orðið himinlifandi þegar hún opnaði pakkann. „Hún bjóst ekki við svona rausnarlegri gjöf, en Marc vildi gefa henni eitthvað sérstakt til minningar um daginn.“

Þó að þau hjónin hafi á dögunum fengið greiddan um hálfan milljarð fyrir birtingu á fyrstu myndunum af börnunum er ljóst að þeir peningar endast ekki lengi. Lopez hefur þegar eytt rúmum hundrað milljónum í ýmiskonar sérmeðferð við fæðinguna og nú liggur fyrir að innrétta þarf fjögur barnaherbergi, tvö á heimili þeirra á Long Island og tvö í húsi þeirra á Puerto Rico. Hjónin hafa þegar pantað tvo smáhesta handa börnunum og ráðið handa þeim nuddara og sérfræðing í litameðferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup