Hvöt frá Blönduósi fær liðsauka: Auðunn Blöndal reimar á sig skóna

Auðunn Blöndal.
Auðunn Blöndal. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég átti fína spretti þegar ég var yngri. Spilaði bæði með Tindastóli og Skallagrími í fyrstu deildinni. Ég er ekki alveg skelfilegur,“ segir skemmtikrafturinn og sjónvarpsstjarnan Auðunn Blöndal.

Auðunn hefur gengið til liðs við knattspyrnulið Hvatar frá Blönduósi sem spilar í 2. deild í sumar. Auðunn spilar stöðu framherja eins og Egill Gillzenegger Einarsson sem hefur einnig gengið til liðs við Hvöt.

Vonar að sér verði fyrirgefið

Auðunn Blöndal er frá Sauðárkróki, en þar spilaði hann knattspyrnu á yngri árum með Tindastóli. Tindastóll og Hvöt hafa löngum eldað grátt silfur saman, en Auðunn hefur litlar áhyggjur af því að bæjarbúar telji sig svikna.

„Ég vona að það verði ekki allt vitlaust,“ segir hann. „Það hafa nokkrir snillingar spilað bæði fyrir Hvöt og Tindastól, flakkað þarna á milli. Ég vona að mér verði fyrirgefið það.“

Auðunn hyggst æfa í Reykjavík ásamt Agli og nokkrum öðrum leikmönnum sem búa ekki á Blönduósi. „Ég er ekki að fara að flytja á Blönduós,“ segir Auðunn, sem kemur ekki til með að spila alla leikina utan höfuðborgarsvæðisins. „En ég stefni á að spila leikina á Króknum. Ég fer norður.“

Auðunn segist hafa skorað nokkur mörk á sínum yngri árum og telur sig hafa verið nokkuð efnilegan knattspyrnumann. „Ég veit ekki hvernig ég stend í dag, en ég hef skorað mörk í öllum deildum nema efstu.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir