Blaðaljósmyndarinn sem var innblástur óskarsverðlaunakvikmyndarinnar The Killing Fields er látinn, 65 ára að aldri.
Dith Pran lifði af þjóðarmorðin í Kambódíu á 8. áratugnum. Þá vann hann fyrir sér sem túlkur og blaðamaður fyrir The New York Times. Saga hans var umfjöllunarefni leikstjórans Rolands Joffe í mynd hans, The Killing Fields, og hlaut myndin þrenn Óskarsverðlaun. Myndin greindi frá stjórn Rauðu Kmeranna í Kambódíu.
Pran lést sl. sunnudagskvöld á spítala í New Jersey fáeinum mánuðum eftir að hafa verið greindur með krabbamein í brisi, að því er fram kemur á kvikmyndavefnum IMDB.