Tinni er fundinn

Thomas Sangster.
Thomas Sangster.

Breski leikarinn Thomas Sangster mun fara með hlutverk Tinna í þremur kvikmyndum sem Steven Spielberg hyggst gera um ævintýri blaðamannsins unga. Sangster er ef til vill best þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Love Actually, þar sem hann lék dreng sem varð ástfanginn af bekkjarsystur sinni.

Búist er við að myndirnar geri Sangster að stórstjörnu á svipstundu, líkt og gerðist með Elijah Wood eftir að hann lék í þríleiknum Hringadróttinssögu og Daniel Radcliffe aðalleikara í myndunum um Harry Potter.

Sangster viðurkenndi í viðtali við breska blaðið Guardian að hafa ekki lesið bækurnar þar til nýlega, en hann varð mjög hrifin þegar hann gerði það. „Tinni er nokkurskonar ofur-skáti. Hann kann að fljúga, hann kann að keyra, hann stekkur bara af stað og þarf aldrei að hugsa neitt um áhættuna. Miðað við stærð þá er hann líka ótrúlega flinkur í slagsmálum.“

Alls hafa selst yfir 200 milljón eintök af bókum Hergé um Tinna á heimsvísu og hann á sér eldheita aðdáendur víða um lönd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen