Tinni er fundinn

Thomas Sangster.
Thomas Sangster.

Breski leikarinn Thomas Sangster mun fara með hlutverk Tinna í þremur kvikmyndum sem Steven Spielberg hyggst gera um ævintýri blaðamannsins unga. Sangster er ef til vill best þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Love Actually, þar sem hann lék dreng sem varð ástfanginn af bekkjarsystur sinni.

Búist er við að myndirnar geri Sangster að stórstjörnu á svipstundu, líkt og gerðist með Elijah Wood eftir að hann lék í þríleiknum Hringadróttinssögu og Daniel Radcliffe aðalleikara í myndunum um Harry Potter.

Sangster viðurkenndi í viðtali við breska blaðið Guardian að hafa ekki lesið bækurnar þar til nýlega, en hann varð mjög hrifin þegar hann gerði það. „Tinni er nokkurskonar ofur-skáti. Hann kann að fljúga, hann kann að keyra, hann stekkur bara af stað og þarf aldrei að hugsa neitt um áhættuna. Miðað við stærð þá er hann líka ótrúlega flinkur í slagsmálum.“

Alls hafa selst yfir 200 milljón eintök af bókum Hergé um Tinna á heimsvísu og hann á sér eldheita aðdáendur víða um lönd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka