Íslendingur á toppi Billboard

Lagið  „Beautif­ul“ í flutn­ingi banda­rísku söng­kon­unn­ar Tayl­or Dayne sit­ur nú í efsta sæti banda­ríska Bill­bo­ard-vin­sældal­ist­ans í flokkn­um „dance/​electronic“. Það væri ef til vill ekki í frá­sög­ur fær­andi hér á landi ef ekki væri fyr­ir þá staðreynd að lagið er eft­ir Helga Má Hübner, Íslend­ing sem bú­sett­ur hef­ur verið í Nor­egi und­an­far­in ár. 

Þar hef­ur Helgi feng­ist við tónlist um nokk­urt skeið und­ir nafn­inu Hitesh Ceon og hef­ur hann fyrst og fremst unnið með R&B lista­mönn­um. Vann hann t.d. að lag­inu „Begg­in“ með norsku rappsveit­inni Madcon en lagið hef­ur verið það vin­sæl­asta í Nor­egi und­an­farn­ar vik­ur auk þess sem hróður lags­ins er nú far­inn að ber­ast til Þýska­lands. Þá stýrði Helgi upp­tök­um og samdi nokk­ur lög á nýj­ustu plötu Madcon, So Dark The Con Of Man, en sveit­in minn­ir um margt á hina banda­rísku Out­kast.

Árang­ur Helga og Tayl­or Dayne verður ann­ars að telj­ast nokkuð merki­leg­ur en neðar á Bill­bo­ard-list­an­um eru lög með tón­list­ar­mönn­um á borð við Shir­ley Bass­ey, Snoop Dogg, Janet Jackson og Donnu Sum­mer.

Helgi Már Hübner.
Helgi Már Hübner.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Leyfðu hvatvísi þinni að njóta sín - allt sem þig langar til er að skemmta þér í dag. Engan leikaraskap, þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Leyfðu hvatvísi þinni að njóta sín - allt sem þig langar til er að skemmta þér í dag. Engan leikaraskap, þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell