Íslendingur á toppi Billboard

Lagið  „Beautiful“ í flutningi bandarísku söngkonunnar Taylor Dayne situr nú í efsta sæti bandaríska Billboard-vinsældalistans í flokknum „dance/electronic“. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi hér á landi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að lagið er eftir Helga Má Hübner, Íslending sem búsettur hefur verið í Noregi undanfarin ár. 

Þar hefur Helgi fengist við tónlist um nokkurt skeið undir nafninu Hitesh Ceon og hefur hann fyrst og fremst unnið með R&B listamönnum. Vann hann t.d. að laginu „Beggin“ með norsku rappsveitinni Madcon en lagið hefur verið það vinsælasta í Noregi undanfarnar vikur auk þess sem hróður lagsins er nú farinn að berast til Þýskalands. Þá stýrði Helgi upptökum og samdi nokkur lög á nýjustu plötu Madcon, So Dark The Con Of Man, en sveitin minnir um margt á hina bandarísku Outkast.

Árangur Helga og Taylor Dayne verður annars að teljast nokkuð merkilegur en neðar á Billboard-listanum eru lög með tónlistarmönnum á borð við Shirley Bassey, Snoop Dogg, Janet Jackson og Donnu Summer.

myspace.com/hiteshceon
Helgi Már Hübner.
Helgi Már Hübner.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir