Nafnið of ljótt fyrir Popplandið á Rás 2

„Ég spurði hvort hann [Ólaf­ur Páll Gunn­ars­son] ætlaði að hlusta á plöt­una. Hann svaraði að nafnið væri hrika­legt. Ég gat ekki skilið hann öðru­vísi en að hann væri ekki bú­inn að hlusta á hljóm­sveit­ina vegna þess að hon­um finnst nafnið ljótt,“ seg­ir Bald­vin Esra Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri út­gáfu­fyr­ir­tæk­is­ins Kimi Records.

Kimi gaf ný­verið út aðra breiðskífu Morðingj­anna, Áfram Ísland. Bald­vin gagn­rýn­ir út­varps­menn­ina Ólaf Pál Gunn­ars­son og Guðna Má Henn­ings­son fyr­ir að af­skrifa hljóm­sveit­ina vegna nafns­ins og seg­ir lög sveit­ar­inn­ar ekki hafa heyrst í Popp­land­inu frá því að breiðskíf­an kom út.

Góðar viðtök­ur

„Við erum að fá rosa­lega góðar viðtök­ur þannig að ég held að þessi ákvörðun sé hvorki byggð á þekk­ingu á tónlist né því hvað fólk vill hlusta á,“ seg­ir Bald­vin. „Tón­list­in er ekki spiluð vegna per­sónu­legr­ar skoðunar út­varps­manna á nafni hljóm­sveit­ar­inn­ar og engu öðru.“

Bald­vin bæt­ir við að Guðni Már Henn­ings­son, út­varps­maður á Rás 2, hafi tjáð meðlim­um Morðingj­anna að nafnið henti ekki út­varps­stöðinni. Hon­um finnst fyndið að tónlist banda­rísku hljóm­sveit­ar­inn­ar The Killers hljóti náð fyr­ir eyr­un út­varps­manna Popp­lands á meðan Morðingjarn­ir eru úti í kuld­an­um. Enska orðið Killer þýðir banamaður, drápsmaður eða morðingi á ís­lensku.

Killer ekki morðingi

Í sam­bandi við sam­an­b­urð ánafni Morðingj­anna og nafni hljóm­sveit­ar­inn­ar The Killers seg­ir Óli að orðið morðingi sé allt annað orð en killer. „Þetta er í raun ekki al­veg það sama,“ seg­ir hann. „Killer er notað yfir allt annað, það er miklu víðtæk­ara orð en morðingi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell