Nafnið of ljótt fyrir Popplandið á Rás 2

„Ég spurði hvort hann [Ólafur Páll Gunnarsson] ætlaði að hlusta á plötuna. Hann svaraði að nafnið væri hrikalegt. Ég gat ekki skilið hann öðruvísi en að hann væri ekki búinn að hlusta á hljómsveitina vegna þess að honum finnst nafnið ljótt,“ segir Baldvin Esra Einarsson, framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Kimi Records.

Kimi gaf nýverið út aðra breiðskífu Morðingjanna, Áfram Ísland. Baldvin gagnrýnir útvarpsmennina Ólaf Pál Gunnarsson og Guðna Má Henningsson fyrir að afskrifa hljómsveitina vegna nafnsins og segir lög sveitarinnar ekki hafa heyrst í Popplandinu frá því að breiðskífan kom út.

Góðar viðtökur

„Við erum að fá rosalega góðar viðtökur þannig að ég held að þessi ákvörðun sé hvorki byggð á þekkingu á tónlist né því hvað fólk vill hlusta á,“ segir Baldvin. „Tónlistin er ekki spiluð vegna persónulegrar skoðunar útvarpsmanna á nafni hljómsveitarinnar og engu öðru.“

Baldvin bætir við að Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður á Rás 2, hafi tjáð meðlimum Morðingjanna að nafnið henti ekki útvarpsstöðinni. Honum finnst fyndið að tónlist bandarísku hljómsveitarinnar The Killers hljóti náð fyrir eyrun útvarpsmanna Popplands á meðan Morðingjarnir eru úti í kuldanum. Enska orðið Killer þýðir banamaður, drápsmaður eða morðingi á íslensku.

Killer ekki morðingi

Í sambandi við samanburð ánafni Morðingjanna og nafni hljómsveitarinnar The Killers segir Óli að orðið morðingi sé allt annað orð en killer. „Þetta er í raun ekki alveg það sama,“ segir hann. „Killer er notað yfir allt annað, það er miklu víðtækara orð en morðingi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar