Steikir á daginn, skrifar á kvöldin

„Ég ákvað að flytja til Íslands eftir að móðir mín veiktist, því launin mín í Póllandi dugðu mér engan veginn til að aðstoða hana þar sem hún býr í Kasakstan,“ segir Anna Filinska, 26 ára kona frá Kasakstan sem hefur búið hér á landi frá því í október.

Anna fæddist í Kasakstan, en þrátt fyrir það lítur hún á sig sem Pólverja, enda voru foreldrar hennar frá Póllandi, en foreldrar þeirra voru sendir frá heimalandi sínu til Kasakstans af Rússum stuttu fyrir síðari heimsstyrjöldina. Faðir Önnu lést úr krabbameini þegar hún var fjórtán ára, en hún á tvær systur sem búa hjá móður hennar í Kasakstan.

Með tvær meistaragráður

Árið 1999 flutti Anna til Lublin í Póllandi til að setjast á skólabekk. Hún lauk meistaranámi í pólsku og fjölmiðlafræði árið 2005 og réði sig í kjölfarið til starfa sem kennari í smábæ skammt frá borginni Bochnia í Póllandi.

Hún öðlaðist pólskan ríkisborgararétt árið 2006 en ákvað í kjölfar veikinda móður sinnar að flytja til Íslands ásamt kærasta sínum, en hún hafði heyrt Pólverja sem búsettir eru hér á landi bera landi og þjóð vel söguna.

Skömmu eftir komuna til landsins fékk hún vinnu hjá veitingastaðnum American Style og hefur unnið þar síðan.

„Mér finnst gaman að vinna hérna því hér vinnur gott fólk, en mér er í raun alveg sama hvar ég vinn því ég vil bara hjálpa fjölskyldu minni. Það er dýrt að lifa á Íslandi en launin duga mér til að senda peninga mánaðarlega heim til Kasakstans.“

Nauðsynlegt framtak

Auk þess að sinna fullu starfi hjá American Style, gefur Anna út dagblað á pólsku á netinu sem hún skrifar sjálf og ritstýrir, en hún vinnur um þessar mundir að útgáfu fjórða tölublaðsins. „Ég gef þetta blað út fyrst og fremst til að hjálpa Pólverjum hér á landi. Í blaðinu eru bæði fréttir sem ég skrifa sjálf og fréttir sem ég þýði yfir á pólsku og svo hef ég tekið viðtöl við Pólverja á Íslandi og birt í blaðinu. Þá eru líka alls konar upplýsingar í blaðinu fyrir Pólverja hér á landi, til dæmis um hvar þeir geti sótt þjónustu og svo framvegis. En það getur oft verið mjög erfitt fyrir útlendinga að afla sér upplýsinga á Íslandi um hvert þeir eiga að snúa sér varðandi hin ýmsu mál, því þeir kunna ekki á kerfið.“

Bjartsýn á framtíðina

Í blaðinu sem heitir Przeglad Islandzki á frummálinu eru engar auglýsingar en Anna vonar að blaðið muni stækka og dafna í framtíðinni. „Ég vona að blaðið stækki með tíð og tíma og fleiri komi að því síðar meir. Kannski getur maður einhvern tímann farið að selja auglýsingar í blaðið og haft eitthvað upp úr þessu, en eins og er er þetta bara áhugamálið mitt,“ segir Anna og hlær.
Í hnotskurn
Blaðið sem Anna gefur út er hægt að nálgast ókeypis á slóðinni www.przegladislandzki.pl. Í fyrsta tölublaði blaðsins, sem er fjórar síður, eru greinar og myndir eftir Önnu, en þar er lesendum blaðsins einnig kennt að telja á íslensku.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir