Bond-illmennið Sean Connery

Sean Connery.
Sean Connery. Reuters

Gamla brýnið Sean Connery saknar greinilega glamúrsins sem fylgir því að vera heimsfrægur leikari. Leikarinn hefur nú sagt að hann gæti vel hugsað sér að snúa aftur til þeirrar myndaseríu sem gerði hann heimsfrægan á sínum tíma, James Bond-myndanna.

Connery gerir sér þó fyllilega grein fyrir því að hann passar varla í hlutverk hins veraldarvana njósnara heldur hefur hann augastað á öllu illgjarnara hlutverki.

„Ég hefði ekkert á móti því að snúa aftur sem Bond-skúrkur. En ég held að þeir myndu ekki geta borgað mér nægilega mikið.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar