Hættir verslunarrekstri 97 ára að aldri

Jórunn Brynjólfsdóttir
Jórunn Brynjólfsdóttir

Verslun Jónunnar Brynjólfsdóttur við Skólavörðustíg 19 í Reykjavík hættir í lok næstu viku. Það er kannski ekki frásögur færandi að verslun hætti en Jórunn er á 98. aldursári og hefur staðið vaktina í verslun sinni í áratugi.

Jórunn hlaut þakkarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri árið 2002 en hún er fædd 20. júní árið 1910 í Hrísey og hefur búið á Grund síðustu ár meðfram verslunarrekstri.

Jórunn Brynjólfsdóttir hóf fyrst störf við verslun þegar hún hafði lokið uppeldi fjögurra barna sinna. Það yngsta var komið í nám í Háskóla Íslands þegar Jórunn byrjaði að starfa hálfan daginn hjá kaupmanni sem rak sex verslanir í borginni. Smám saman fækkaði hann verslununum, allt þar til verslun hans við Grundarstíg var ein eftir og starfaði Jórunn þar.

Árið 1974, eftir lát eigandans, keypti Jórunn ásamt einni dóttur sinni verslunina af erfingjunum. Eftir að dóttirin flutti út á land, rak Jórunn verslunina ein í nokkur ár en seldi hana að lokum að áeggjan fjölskyldunnar – sem Jórunn segir hafa tjáð sér að hún væri orðin alveg nógu gömul til þess að setjast í helgan stein og eiga náðuga daga.

En þótt Jórunn losaði sig við reksturinn, var stöðugt leitað til hennar með afgreiðslustörfin, einkum á alls kyns mörkuðum. Hún hugsaði með sér að fyrst hún væri alltaf að stússa í afgreiðslustörfum, gæti hún allt eins verið með fyrirtæki sem hún ætti sjálf, ráðið vörunum og selt það sem henni þætti fallegt.

Áttatíu og tveggja ára hóf hún rekstur á Verslun Jórunnar Brynjólfsdóttur við Skólavörðustíg 19, þar sem hún leggur áherslu á að bjóða upp á gæðavöru í sængurfatnaði og borðdúkum.

Jórunn, sem er fædd árið 1910, segist hafa gengið með verslunarbakteríuna frá barnæsku og alltaf verið ákveðin í að vinna við verslun eftir að börnin yxu úr grasi. Hún býr á elliheimilinu Grund og ferðast til og frá vinnu með stöðvarbíl, að því er segir á vef Félags kvenna í atvinnurekstri.

Viðtal sem birtist við Jórunni í Morgunblaðinu 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir