Mariah Carey slær kónginum við

María Carey.
María Carey. Reuters

Í átjánda sinn hefur söngdísinni Maríu Carey tekist að komast á topp Billboard-smáskífulistans, með laginu „Touch My Body“.

Með þessu afreki slær María við sjálfum Elvis Presley og aðeins Bítlarnir geta státað af því að hafa átt betra gengi að fagna hjá Billboard, með 20 lög í efsta sæti.

En María virðist ekki ætla að láta árangurinn stíga sér til höfuðs og aðspurð sagðist hún ekki geta sett sig á stall með þeim listajöfrum sem umbyltu ekki aðeins tónlistinni heldur breyttu heiminum.

Lagið sem kom Maríu upp fyrir Elvis er fyrsta smáskífan af plötunni EMC2 sem koma á út 16. apríl. Platan er einskonar framhald af plötunni The Emancipation of Mimi sem kom út árið 2005 og var mest selda platan það árið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup