Frakkar hrifnir af forsetafrúnni

Carla Bruni í Bretlandi fyrir 10 dögum.
Carla Bruni í Bretlandi fyrir 10 dögum. Reuters

Frakkar eru yfir sig hrifnir af nýju forsetafrúnni, Cörlu Bruni, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar eru í dag. Samband forsetans við hana virðist þó hafa haft slæm áhrif á vinsældir hans.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, sem dagblaðið Le Parisien birtir í dag, telja níu af hverjum tíu að Bruni sé „glæsileg“ og „nútímaleg.“

Hún vakti mikla athygli er hún fygldi forsetanum í opinbera heimsókn til Bretlands fyrir tíu dögum, og líktu bresku blöðin henni við Díönu prinsessu og Jackie Kennedy.

Sextíu af hundraði þátttakenda í könnuninni kváðust telja að Bruni myndi gera ímynd Frakklands erlendis nútímalegri, og 47% sögðust telja að hún myndi auka athygli á franskri menningu erlendis.

En meirihluti þátttakenda, eða 64%, sögðu að Bruni myndi ekki bæta það álit sem þeir hefðu á forsetanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar