Lagið í góðum höndum

Eurobandið
Eurobandið mbl.is/Eggert

Þær breytingar voru á dögunum gerðar á keppnishópi Íslands í Evróvisjón að í stað fjögurra dansara komu fjórir bakraddarsöngvarar. Bakraddirnar eru ekki af verri endanum; Hera Björk Þórhallsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Pétur Örn Guðmundsson og sjálfur Grétar Örvarsson.

Páll segir ástæðu breytinganna þá að á æfingu hafi verið prófað að flytja lagið með bakröddum og hafi það gjörbreytt ásýnd lagsins svo söngvararnir Friðrik Ómar Hjörleifsson og Regína Ósk Óskarsdóttir fá að njóta sín mun betur: „Samkvæmt reglum keppninnar mega að hámarki vera sex þátttakendur á sviði frá hverju liði og urðum við því að láta dansarana fara út í staðinn fyrir bakraddirnar. Ef ég hefði mátt það, hefði ég leyft öllum hópnum, dönsurum og bakröddum að taka þátt. Ég hefði ekki heldur getað hugsað mér að gera upp á milli dansaranna, halda sumum þeirra en láta aðra fjúka og því fór sem fór.“

Páll hlær þegar hann er spurður í gríni hvort Regína og Friðrik þurfi nokkuð að hafa áhyggjur af sínum plássum í liðinu: „Þau eru með okkar bestu söngvurum og lagið í góðum höndum hjá þeim.“

Bjartsýnn á árangur

Í mörgu að snúast

Aðspurður segist Páll ekki hafa miklar áhyggjur af hættum í Serbíu en varað hafði verið við ferðum samkynhneigðra þangað til lands þar sem hommahræðsla er alvarlegt vandamál í landinu. Allir keppendur verða undir náinni vörslu lögreglu og kallar Páll raunar ekki allt ömmu sína í þessum málum og minnist sprengjuhótana IRA þegar hann tók þátt í söngvakeppninni í Dyflinni árið 1997.

„Ég held að yfirvöldum í Serbíu sé mikið í mun að þetta líti eins vel og hægt er út á við, enda er öll Evrópa að fara að mæta. Þeir kappkosta því að allt gangi snuðrulaust fyrir sig og keppendur jafnt sem aðdáendur verði ekki fyrir neinu hnjaski,“ segir Páll.

„Það eina sem þeir hafa tekið fram er að gestir bryddi ekki upp á pólitík í samræðum við innfædda, því slíkt getur endað illa.“

Vegas-stemning í Laugardal

„Tónleikarnir í september verða með allt öðru sniði en sambærilegir tónleikar síðustu ár. Áherslan verður fyrst og fremst á „sjóið“ og má segja að það verði Las Vegas-stemning í höllinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar