Má ekki lengur fljúga með British Airways

Naomi Campbell kemur út af lögreglustöðinni á Heathrow morguninn eftir …
Naomi Campbell kemur út af lögreglustöðinni á Heathrow morguninn eftir að hún var handtekin um borð í vél BA. AP

Bresku ofurfyrirsætunni Naomi Campbell hefur verið bannað að ferðast með vélum British Airways eftir að hún lét skapsmuni sína bitna á flugliðum um borð í vél félagsins í síðustu viku og skyrpti á lögreglumann.

Blaðið Daily Mirror hefur eftir heimildamanni hjá félaginu að með því að meina henni um að ferðast með vélum BA sé félagið að senda þau skilaboð um heim allan að framkoma eins og sú sem Campbell sýndi verði ekki látin viðgangast.

„Það var ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun. Hún er mikils metinn viðskiptavinur. En framkoma hennar var hneykslanleg. Hún misbauð starfsfólkinu og lögreglunni,“ sagði heimildamaður blaðsins.

En Campbell er þess fullviss að hún geti talið ráðamönnum hjá BA hughvarf. Fulltrúi hennar sagði: „Naomi hefur flogið með British Airways í hartnær þrjátíu ár og verið góður viðskiptavinur. Hún vonast til að þetta megi leysa vinsamlega.“

Campbell var handtekin á fimmtudaginn þegar hún hafði að því er fregnir herma misst stjórn á skapi sínu um borð í vél BA á Heathrow og kallað lögreglumenn „hálfvita“ og flugliða „helvítis fífl“ eftir að hluti af farangri hennar týndist.

Hún var handjárnuð og leidd út úr flugvélinni sparkandi frá sér og æpandi: „Sleppið mér! Ekki snerta mig!“

Hún var höfð í haldi á lögreglustöðinni á Heathrow í sjö tíma áður en hún var látin laus gegn tryggingu. Hún hefur ekki verið ákærð vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar